Um höfundinn

Dawn Huebner, Ph.D er klínískur sálfræðingur í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í meðferð barna og foreldra þeirra. Hún hefur víðtæka reynslu af vinnu með börnum með sálræna erfiðleika auk þess að stunda kennslu við Ohio háskólann. Í dag rekur hún eigin stofu þar sem hún notast við hugræna og lausnamiðaða meðferð. 
 Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur? er fyrsta bókin í ”Hvað get ég gert” bókaröð höfundar, þar sem tekist er á við líðan barna. Öðrum bókum í bókaröðinni er ætlað að hjálpa börnum að takast á við reiði, áráttu og þráhyggju, neikvæðni, svefnvanda og slæma vana.